Litla flugan er innblásin af þekkta kvæðinu um litlu fluguna eftir Sigfús Halldórsson, sem fjallar um sumarást. Skartgripalínan litla flugan vísar í sumarið, ástina og frelsið og hentar fyrir alla aldurshópa. Línan var hönnuð í tilefni af 90 ára afmæli félags íslenskra gullsmiða í október 2014 og er hönnuð af Olgu Perlu Nielsen gullsmið.