Við í Meba tökum að okkur að gera göt í eyrun.
- Það þarf ekki að panta tíma í götun.
- Einstaklingar undir 18 ára verða að hafa leyfi frá forráðamanni, og verða forráðamenn að senda okkur tölvupóst.
- Tölvupóstur fyrir Kringluna (mebak@meba.is) / Tölvupóstur fyrir Smáralind (mr@meba.is).
Frekari upplýsingar & reglur um umhirðu
- Skotlokkar kosta 5.500kr (aðeins selt í pörum), ekkert er tekið fyrir að gera götin.
- Ekki er hægt að koma með skotlokka til að láta skjóta í sig, til þess þarf skotlokka sem passa í skotlokkabyssur okkar.
- Skotlokkarnir okkar eru úr læknastáli og eru því nikkelfríir.
- Það er ekki leyfilegt að skjóta lokkum úr umbúðum sem hafa verið opnaðar áður þar sem þeir teljast ekki lengur dauðhreinsaðir. Opna þarf pakkninguna á staðnum og skjóta strax.
- Ef hætt er við að fá göt eftir að búið er að opna umbúðirnar þarf samt að borga fyrir lokkana.
- Við gerum einungis göt í sleppla, ekki í brjósk eða þess háttar.
- Aldurstakmark er 2 ára.
- Aðeins er skotið báðum megin í einu í börn 8 ára og yngri.
- Þessa lokka skal hafa í eyrunum í ca. 8 vikur, en að sjálfsögðu má hafa þá lengur.
- Mikilvægt er að hafa einhverja lokka í götunum fyrsta árið.
- Sótthreinsa skal götin tvisvar á dag (gott að miða við kvölds og morgna) í ca. mánuð.
- Alls ekki taka lokka úr á meðan hreinsað er.
- Við mælum með sprittinu Klórhexidin. Einnig er hægt að notast við Própanól.
- Dýfið eyrnapinnum í sprittið eða vætið bómul og berið vel á, bæði framan og aftan með lokkana í. Gætið þess að sprittið komist vel að götunum sjálfum.
- Alls ekki snúa lokkunum og ekkert snerta þá neitt að óþörfu.
- Við mælum ekki með sundi næstu 2-3 daga.
- Ekki er heimilt að taka myndband en við hvetjum fólk til að taka fyrir og eftir mynd.
- Hér sést brot af skotlokkunum sem við bjóðum upp á: