Meba ehf. úra- og skartgripaverslun var starfrækt frá stofndegi 4.júlí 1947 undir nafni stofnandans Magnúsar E. Baldvinssonar.
Fyrst var verslunin til húsa við Laugaveg 82 og síðar að Laugavegi 12 og 8. Við flutning í Kringluna 13.ágúst 1987 breyttist nafnið í Meba ehf. og tóku þá Björn Árni Ágústsson og Þuríður Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar, við rekstrinum. Opnuðu þau síðan aðra verslun í Kringlunni undir nafninu rhodium og Meba/rhodium í Smáralind. Úra-og gullsmíðaverkstæði ásamt áletrunarþjónustu er í Kringlunni.