Frí heimsending um allt land

Leita

  Reglur og skilmálar

  Skilaréttur:

  Hægt er að skipta vörum hjá okkur innan 10 daga frá því að varan er keypt. Allar vörur, hvort sem þær eru keyptar á vefsíðu Meba eða í verslunum okkar, fer skiptimiði á allt sem er keypt. Ef um jólagjöf er að ræða er settur sérstakur jólaskiptimiði.

  Heimsending:

  Nokkrir möguleikar eru á afhendingarmáta. Viðkomandi getur sótt í verslanir okkar, Kringlunni eða Smáralind, sótt í póstkassa Kringlunnar, meðal annars sendum við með Kringlubílnum innan höfuðborgarsvæðis. Ef um sendingu fyrir utan höfuðborgarsvæðis er að ræða sendum við vöruna með Íslandspósti næsta virka dag. Hjá okkur er FRÍ heimsending heim að dyrum, þar sem sú þjónusta er í boði hjá Íslandspósti. 

  Ábyrgð:

  Hjá okkur er 2 ára ábyrgð á öllum úrum.
  Úrið verður viðgert þér að kostnaðarlausu samkvæmt eftirfarandi:

  1. Stansi úrið án þess að það hafi orðið fyrir áverka eða skemmdum.
  2. Komi fram óeðlileg gangskekkja eða gangtruflun á ábyrgðartímabilinu, verður það lagfært að kostnaðarlausu.
   ATH! ábyrgðin nær ekki til:
   Bilana og áverka vegna vanrækslu og illrar meðferðar.
   Skemmda á gleri, úrkassa, eða úrbandi (keðju).
   Bilana vegna raka og móðu, sé úrið ekki vatnsþétt (5ATM).

   1 árs ábyrgð er tekin á rafhlöðu.